Bara af því ég hef ekkert að gera... og af því engin nennir að lesa þetta hehe


Þú fellur fyrir prinsum.


Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa er ljóst að þú laðast að kóngi dýraríkisins, prinsinum. Þráðbeinar, hvítar tennur hans skína jafnskært og gljáfægð kórónan og fáir geta staðist íþróttamannslegan vöxt hans. En ekki er allt gull sem glóir, oft er flagð undir fögru skinni, dæmdu ekki bókina eftir kápunni (allt er þegar þrennt er).

Prinsinn er vissulega sjarmör. Hann gleymir ekki afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þegar maður er í för með prinsinum þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hurð fletji út á manni andlitið eins og þegar farið er út með froski - prinsinn heldur dyrunum opnum eins og sönnum herramanni ber að gera. Auk þess skilur prinsinn aldrei eftir sig skítuga táfýlusokka á stofugólfinu. Þvert á móti. Hann er lipur með kústinn og veigrar sér ekki við heimilisstörfum. Hann á það meira að segja til að hrista fram úr erminni heimatilbúna, þriggja rétta máltíð - án þess að blása úr nös.

En því miður er prinsinn mjög meðvitaður um eigið ágæti. Ekki láta það koma þér á óvart þótt aðgangur þinn að speglinum minnki ákveðir þú að eyða lífinu með prinsi. Prinsinn á það nefnilega til að standa löngum stundum fyrir framan hann, hnykla vöðvana og syngja lagið "I'm too sexy" með Right Said Fred: "I'm too sexy for my shirt, too sexy for my shirt. So sexy it hurts." Hárþurrkuna og hársléttarann þinn munt þú ekki lengur fá að hafa út af fyrir þig og ekki láta þér bregða þegar andlitskremið þitt er skyndilega búið. Prinsinn þarf jú að viðhalda fegurð sinni og æsku. Síðast en ekki síst skaltu búa þig undir að vera ávallt í öðru sæti í lífi prinsins, því skotnastur er hann í sjálfum sér. (Froskurinn hljómar ekki sem svo slæmur kostur núna!)

Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

Þú ert hrá dramadrottning.


Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare", "medium rare", "medium" og "well done" værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.

Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar.

Hversu mikil dramadrottning ert þú?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var well done! Kemur á óvart eða þannig!

Elfa (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:41

2 identicon

Snilld... :) Heyrdu.... verduru ekki ørugglega á Hú um jólin? Tad er mikid sem vid verdum ad ræda og plana og svona  ;) 

Hilda Rós (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggarinn

Brynja
Brynja
23. ára stelpu skjáta í ákafri leit að tilgangi lífsins á hinum ýmsu stöppistöðvum. Leikskólaleiðbeinandi, dóttir, systir, mágkona, vinkona, gítaráhugamanneskja, einnig tónlistar, elska grænan - ekki þó vinstri, elska vorið, sumarið, haustið og svo margt margt fleira.

Nýjustu myndir

  • SUC30004
  • SUC30032
  • SUC30027

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband