Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2007 | 17:44
brynsla.blogdrive.com
Bloggar | Breytt 5.4.2008 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 11:49
Bara af því ég elska karlmenn og finnst ógeðslega góð lykt af þeim... hahaha og í lokin af því ég er fyllibytta.
Einu sinni var konuheilafruma sem lenti fyrir mistök í heila karlmanns. Hún horfði kvíðin í kringum sig en þarna var allt tómt og hljótt. "Halló!" kallaði hún. Ekkert svar. "Er einhver hérna?" kallaði hún aðeins hærra en fékk ekkert svar. Nú var konuheilafruman orðin hrædd og einmanna. Hún kallaði enn hærra en áður: "HALLÓ, ER EINHVER HÉRNA?" Þá heyrði hún rödd sem barst úr mikilli fjarlægð: "Halló! Við erum hérna niðri!"
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!
ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA
Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt
hvert námskeið
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
FYRRI DAGUR
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu
KLÓSETTRÚLLUR VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður nokkrir sérfræðingar
AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans Stuðningshópar
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi Opin
umræða
SEINNI DAGUR
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
Nokkrar staðreyndir um karlmenn..
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)
2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK?
(þær hafa einfaldlega ekki tíma!)
3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja til vegar)
4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU?
(pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)
Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)
5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
(annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)
6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)
7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR?
(hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)
Einn góður í lokin...
8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)
má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkjamenn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur:
2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar
mest til að berja þig.
3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".
4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni. (bíddu ranghugmynd??? HAHAHA)
5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar. (já hvar eru allar nærbuxurnar mínar)
6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta
(eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).
7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða (nú ok. ég hélt bara að edrúmennskan kæmi þeirri ranghugmynd inn hjá manni að maður væri ljótur og heimskur)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þú fellur fyrir prinsum.
Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa er ljóst að þú laðast að kóngi dýraríkisins, prinsinum. Þráðbeinar, hvítar tennur hans skína jafnskært og gljáfægð kórónan og fáir geta staðist íþróttamannslegan vöxt hans. En ekki er allt gull sem glóir, oft er flagð undir fögru skinni, dæmdu ekki bókina eftir kápunni (allt er þegar þrennt er).
Prinsinn er vissulega sjarmör. Hann gleymir ekki afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þegar maður er í för með prinsinum þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hurð fletji út á manni andlitið eins og þegar farið er út með froski - prinsinn heldur dyrunum opnum eins og sönnum herramanni ber að gera. Auk þess skilur prinsinn aldrei eftir sig skítuga táfýlusokka á stofugólfinu. Þvert á móti. Hann er lipur með kústinn og veigrar sér ekki við heimilisstörfum. Hann á það meira að segja til að hrista fram úr erminni heimatilbúna, þriggja rétta máltíð - án þess að blása úr nös.
En því miður er prinsinn mjög meðvitaður um eigið ágæti. Ekki láta það koma þér á óvart þótt aðgangur þinn að speglinum minnki ákveðir þú að eyða lífinu með prinsi. Prinsinn á það nefnilega til að standa löngum stundum fyrir framan hann, hnykla vöðvana og syngja lagið "I'm too sexy" með Right Said Fred: "I'm too sexy for my shirt, too sexy for my shirt. So sexy it hurts." Hárþurrkuna og hársléttarann þinn munt þú ekki lengur fá að hafa út af fyrir þig og ekki láta þér bregða þegar andlitskremið þitt er skyndilega búið. Prinsinn þarf jú að viðhalda fegurð sinni og æsku. Síðast en ekki síst skaltu búa þig undir að vera ávallt í öðru sæti í lífi prinsins, því skotnastur er hann í sjálfum sér. (Froskurinn hljómar ekki sem svo slæmur kostur núna!)
Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?
Þú ert hrá dramadrottning.
Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare", "medium rare", "medium" og "well done" værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.
Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar.
Hversu mikil dramadrottning ert þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2007 | 15:43
Djöfuls snilld
Hrikalega óheppin kona hringir í skakkt númer og endar í beinni útsendingu hjá capone!! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 20:01
Er ekki kominn tími til að tengja?
Haldið ykkur fast.. !
heyrðu allt gott að frétta af mér. Styttist óðum í Danmörku, bara 2 mánuðir er ekki að trúa þessu og er þokkalegur kvíðahnútur kominn í mallakút í hvert skipti sem ég huxa um að ég er að fara ein til annars lands í 4 mánuði... jæks... reyndar er hún Ásdís úr vinnunni að flytja á sama tíma og verður vonandi ekki mjög langt í burtu svo ég geti ofsótt hana með heimsóknum svo ég drepist ekki úr leiðindum, svo veit ég af nokkrum góðum þarna úti svo þetta ætti allt að reddast. Svo er það námið, ætla að einsetja mér að standa mig hrikalega vel svo ég fái sem mest útúr þessu námi sem er ekkert gefins. Ég verð í skólanum frá 10-16 eða 17 mán - fim... frí á föstudögum svo það er ekkert smá sniðugt fyrir ykkur að koma til mín í helgarferð ;)
Jólin eru að koma. Ég get sko sagt ykkur það að ég er komin í klikkað jólaskap, ég er búin að skreyta og laga til (allsstaðar nema í herberginu mínu það er vibbi), búin að baka 2 sortir af smákökum sem ég hef engan veginn gott af hehe, gerði einmitt sörur í fyrsta skipti og þegar ég sagði fólki að ég væri að fara baka sörur saup það hveljur og bara ,,gangi þér vel" síðan náttlega tókst þetta eins og í sögu, hrikalega vel heppnað hjá mér enda snillingur í eldhúsinu (hahahahahaha) djók... Ég veit ekki alveg hvernig jólin verða, verð vonandi bara á hú en Elfa systir er eitthvað að reyna að fá fjölskylduna suður held ég. Ég verð nú samt að eyða dögunum á Húsavík með bestustu vinkonunum sem verða held ég allar á hú um jólin, kveðja þær og knúsa áður en ég fer út. Svo á ég ótrúlega góða vinkonu sem ætlar að fylgja stelpunni út til danmerkur svo hún fái ekki bakþanka á flugvellinum og hætti við hehe elska þig vala mín ;)
Annars bara ef þið voruð ekki búin að uppgötva arthúr þa bara smellið hér og pissið í buxurnar ARTHÚR
heyrðu svo fór ég til talnaspekings um daginn... það var svaðalegt. maðurinn las mig eins og opna bók... sagði mér reyndar einu sinni að skokka á vegg hahaha... en ég þyrfti kannski að gera það til að átta mig á hlutunum. Var líka ágætis sálfræðitími í leiðinni, mæli með því að fara til talnaspekings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2007 | 20:19
í leikskóla er gaman..
í dag í hádeginu var linsubaunasúpa, þá heyrist í einum snillingnum:,,þegar baunir fara í sund, þá verður til baunasúpa."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 17:59
það eru forréttindi...
... að vinna á leikskóla, var pínu pirruð og leið eitthvað í dag og þá heyrist mjóróma rödd ,,Brynja ég elska þig" ;) og dagurinn verður aftur frábær ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 22:29
ég ætlað verðeins og britney spears
... haha astmi eða svefnsýki.... áttu annan???
Britney féll á lyfjaprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2007 | 19:24
já góðan daginn ég ætla að fá hjá þér eina eyju...
... já má bjóða þér franskar með því'??
Brad Pitt og Angelina Jolie keyptu sér eyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 18:53
áfengi í matvöruverslanir?
Fyrst þegar ég heyrði þetta nefnt þá var ég bara jájá því ekki það. Síðan hef ég verið að pæla, til hvers?
mér finnst ömurlegt fyrir t.d. óvirka alka að geta ekki farið út í búð án þess að hafa þetta fyrir augunum, eins og það væri kókaínhrúgur eða hass fyrir framan á fyrrverandi fíklum?? væri það í lagi?
Ég er líka ansi hrædd um að dagdrykkja eigi eftir að stóraukast, svo þægilegt að grípa með sér eina kippu þegar maður fer út í búð.
Æ þegar ég pæli í þessu þá finnst mér þetta eiginlega bara rugl og óþarfi, finnst þetta eigi bara að vera í sér vínbúðum, er reyndar sammála einni konu líka að nammi og gos ætti líka bara að vera selt í sér búðum;) held að þingmenn ættu nú að vera að beita sér fyrir einhverju mikilvægara.
Hvað segið þið? sjáið þið einhverja kosti sem ég sé ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Fólk
Litlu Rassgötin
- Svala Albertsdóttir
- Prinsinn hennar Ernu
- Ólafur Kristinn Sveinsson
- Alex Máni & Victor Örn
- Arnar Kári Erlendsson
- Bumbukrútt Önnu & Kidda
- Eiríkur Þór Jónsson
- Embla Ray & Ellert Clark Wright
- Eyþór Orri & Óðinn Freyr
- Fannar Ingi Sigmarsson
- Friðrika Bóel
- Ísafold Kelley
- Olga María Valdimarsdóttir
V.I.P
- Anna Lára
- Árgangur 1984 í Borgarhólsskóla
- Ása Birna
- Ástan
- Berglind B
- Birna
- Edda Lóa
- Elín Auður
- Erla
- Eva
- Eygló
- Freyja
- Gugga
- Gunna
- Gunnhildur
- Haffi
- Halldóra
- Heiðdís
- Herdís
- Hildur
- Hrönnsla
- Huld Hafliða
- Kata Ingólfs
- Kiddý Hörn
- Lilja Hrund
- Magga
- Sigga & Begga Hauksdætur
- Sigrún Lára
- Sigurbjörg Hallgríms
- Solla
- Sólveig
- Svenni
- Tinna
- Þórdís Edda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar