Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2007 | 23:20
Sommer of 2007
Ég er ekki að grínast þetta sumar sem er því miður alveg að fara að líða undir lok er bar eitt það besta sem ég hef upplifað. Búin að vera ótrúlega lítið heima hjá mér... búin að eyða einn helgi heima á ak síðan um miðjan júní og þar sem stefnan er sett á hú um helgina er eitthvað í það að ég eyði helginni í tjarnarlundinum.
Hápunktar sumarsins eru
- útilega í vaglaskóg með rósu berglindi gunnsu lilju og fleirum góðum (þó lilja hafi stoppað stutt hehe),
Gunnsa og Rósa hressar
- Mývatnssveitardjamm með völu minni ;)
Johnson vala og bróðir hress;)
- Hestaferðin á suðurlandi,
- söngnámskeiðið hjá heru snillingi,
- Mærudagssnilldardjamm með skvísunum mínum Völu og Þórdísi,
- verslunarmannahelgarroadtrip með Glóu minni sem endaði í geðveikinni í eyjum, besta þjóðhátíð ever þótt ég hafi bara stoppað í sólarhring. Yndislegt að segja frá því að á mánudeginum sagði ég við Glóu og Ásu að ég hafi alveg gleymt að taka myndir en við nánari skoðun komumst við að því að ég hafði tekið heilar 50 myndir eða svo geri aðrir betur.. verst að við þekktum eiginlega engan á myndunum og grenjuðum úr hlátri yfir þessu öllu saman.
- Brúðkaupið svo síðastliðna helgi á Flúðum það var bara yndislegt,
- eyddi líka fult af tíma með ölmu minni og arnari kára alveg frábært.
- er örugglega að gleyma fullt af frábærum hlutum.
Takk allir fyrir eitt besta sumar lífs míns, það hefði aldrei orðið svo án ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.8.2007 | 19:49
Nokkuð gott bara
Mér finnst (segir maður ekki annars mér finnst) bara fyndið að þau hafi verið að rífast um hver eigi að verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins... hehe en kannski svosem ekkert til í þessu.
En adam var ekki lengi í paradís.. ekki eva heldur reyndar svo þar hafiðið það. Held reyndar að þessi jolie gella sé pínu klikkuð. Efast ekki um að brad sjái eftir að hafa dumpað jennifer fyrir hana enda hún miklu betri kostur, ekki það að ég viti nokkuð um þetta.
Nú tifar bara klukkan, hvað verða margir dagar þangað til við fáum að heyra um skilnaðinn??
ég segi 3, 5. ágúst verður greint frá skilnaði "brangelina";)
en minni á myndböndin hér í færslunni fyrir neðan.. þau eru svakaleg..
Brynja (akureyri á morgun, flúðir á lau og eyjar á sun, svona á þetta að vera !!)
Brestir í sambandi Brads og Angelinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2007 | 12:34
Jahá...
Það er naumast... þannig að það verða einungis fyllibyttur 24 ára og eldri sem verða á tjaldstæðunum?
Enda er líka frekar slök dagskrá á akureyri svo það virðist ætla að takast að halda fólki frá...
sé Vestmanneyinga alveg í anda að aldurstakmarka þjóðhátíð... eða þannig, enda eru þeir svo ligeglad. :)
Jæja.. við sjáumst þá bara í eyjum.. !:)
Lífið er yndislegt
Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 11:58
Sumarfrí ó sumarfrí...
Komin tími á þessar skemmtilegu fréttir af manni sem öllum er svosum sama um. hehe heyrði einmitt talað um blogg um daginn og hvað það væri ömurlegt að lesa blogg sem lýstu degi eða einhverju sem viðkomandi væri að gera yfir daginn eða þvíumlíkt... auðvitað er það leiðinlegt hjá fólki sem maður þekkir kannski ekki það vel og auðvitað er það ömurlegt þegar bloggið byrjar hæ í dag borðaði ég morgunmat, fór í skólann, lærði heima, kíkti á krakkana og fór að sofa hehe... en mér finnst æðislegt að lesa blogg hjá vinum mínum sem ég sé kannski ekki það oft eða frétti lítið af og vita hvað þau eru að gera...
vó þetta var illa leiðinlegt... þið eruð örugglega löngu komin að þessum greinarskilum og skiljið ekkert í þessu rausi í mér....
Sumarfríið mitt er búið eftir viku... það er búið að vera bara yndislegt... byrjaði á viku á húsavík svo fór ég í hestaferð sem var bara yndisleg.. fór í landmannalaugar í fyrsta skipti... náði mér í allsvakalegan bruna þar enda hátt í 30 stiga hiti og Brynja "sem brennur aldrei" var ekkert að ómaka sig við að setja á sig sólarvörn... en þetta er nú bara að verða brúnt og fínt.. komst að því í ferðinni að færeyjingar eru snillingar. reyndar danir líka en ég vissi það fyrir. Þetta var alveg áræðanlega hápunktur sumarsins þessi ferð. Viku seinna var ég komin á Selfoss og byrjuð á söngnámskeiði í bænum hjá Heru Björk. Complete Vocal Technique og ég er enn á því á þrjá daga eftir. Líst ekkert smá vel á þetta. Klárast á miðvikudag og þá er ég farin að þrá að komast heim til mín á akureyri.. ég sakna heimilisins ekkert smáræðis mikið... svo dúllar maður sér nú bara eitthvað frammá fyrsta vinnudag eftir sumarfrí... eitthvað var talað um bryggjuhátíð á drangsnesi.
Mærudagarnir eru svo síðustu helgina í júlí og þjóðhátíð helgina þar á eftir og brúðkaup á flúðum þar á eftir þanni gað það er nóg að gera..
myndi segja ykkur brandara til að létta aðeins yfir þessari færslu en eini sem ég man í augnablikinu er bara aðeins of dónalegur til að flagga svona á blogginu sínu...
lifið heil
Brynsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 19:32
.. nei nýtt svæði.. hvað kemur til...
Fór í útilegu um síðustu helgi.. jæks hvað það var ótrúlega gaman, vaglaskógur varð fyrir valinu.. kvöööllddiiiððð er okkkarrrr og vooor um vaaaglaskóóóg... :)
Mývatnsveitin varð fyrir valinu á laugardagskvöldið þar sem setið var í rjóðrinu við varðeld og öl drukkið. það var gaman
Er að fara suður um helgina. hestaferð og söngnámskeið framundan... spennóspennóóó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Fólk
Litlu Rassgötin
- Svala Albertsdóttir
- Prinsinn hennar Ernu
- Ólafur Kristinn Sveinsson
- Alex Máni & Victor Örn
- Arnar Kári Erlendsson
- Bumbukrútt Önnu & Kidda
- Eiríkur Þór Jónsson
- Embla Ray & Ellert Clark Wright
- Eyþór Orri & Óðinn Freyr
- Fannar Ingi Sigmarsson
- Friðrika Bóel
- Ísafold Kelley
- Olga María Valdimarsdóttir
V.I.P
- Anna Lára
- Árgangur 1984 í Borgarhólsskóla
- Ása Birna
- Ástan
- Berglind B
- Birna
- Edda Lóa
- Elín Auður
- Erla
- Eva
- Eygló
- Freyja
- Gugga
- Gunna
- Gunnhildur
- Haffi
- Halldóra
- Heiðdís
- Herdís
- Hildur
- Hrönnsla
- Huld Hafliða
- Kata Ingólfs
- Kiddý Hörn
- Lilja Hrund
- Magga
- Sigga & Begga Hauksdætur
- Sigrún Lára
- Sigurbjörg Hallgríms
- Solla
- Sólveig
- Svenni
- Tinna
- Þórdís Edda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar