Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Jahá...

Það er naumast... þannig að það verða einungis fyllibyttur 24 ára og eldri sem verða á tjaldstæðunum?

 Enda er líka frekar slök dagskrá á akureyri svo það virðist ætla að takast að halda fólki frá...

 sé Vestmanneyinga alveg í anda að aldurstakmarka þjóðhátíð... eða þannig, enda eru þeir svo ligeglad. :)

 Jæja.. við sjáumst þá bara í eyjum.. !:)

Lífið er yndislegt

 

 


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí ó sumarfrí...

Komin tími á þessar skemmtilegu fréttir af manni sem öllum er svosum sama um. hehe heyrði einmitt talað um blogg um daginn og hvað það væri ömurlegt að lesa blogg sem lýstu degi eða einhverju sem viðkomandi væri að gera yfir daginn eða þvíumlíkt... auðvitað er það leiðinlegt hjá fólki sem maður þekkir kannski ekki það vel og auðvitað er það ömurlegt þegar bloggið byrjar hæ í dag borðaði ég morgunmat, fór í skólann, lærði heima, kíkti á krakkana og fór að sofa hehe... en mér finnst æðislegt að lesa blogg hjá vinum mínum sem ég sé kannski ekki það oft eða frétti lítið af og vita hvað þau eru að gera... 

 

vó þetta var illa leiðinlegt... þið eruð örugglega löngu komin að þessum greinarskilum og skiljið ekkert í þessu rausi í mér....

 

Sumarfríið mitt er búið eftir viku... það er búið að vera bara yndislegt... byrjaði á viku á húsavík svo fór ég í hestaferð sem var bara yndisleg.. fór í landmannalaugar í fyrsta skipti... náði mér í allsvakalegan bruna þar enda hátt í 30 stiga hiti og Brynja "sem brennur aldrei" var ekkert að ómaka sig við að setja á sig sólarvörn... en þetta er nú bara að verða brúnt og fínt.. komst að því í ferðinni að færeyjingar eru snillingar. reyndar danir líka en ég vissi það fyrir. Þetta var alveg áræðanlega hápunktur sumarsins þessi ferð. Viku seinna var ég komin á Selfoss og byrjuð á söngnámskeiði í bænum hjá Heru Björk. Complete Vocal Technique og ég er enn á því á þrjá daga eftir. Líst ekkert smá vel á þetta. Klárast á miðvikudag og þá er ég farin að þrá að komast heim til mín á akureyri.. ég sakna heimilisins ekkert smáræðis mikið... svo dúllar maður sér nú bara eitthvað frammá fyrsta vinnudag eftir sumarfrí... eitthvað var talað um bryggjuhátíð á drangsnesi. 

 Mærudagarnir eru svo síðustu helgina í júlí og þjóðhátíð helgina þar á eftir og brúðkaup á flúðum þar á eftir þanni gað það er nóg að gera.. 

 

myndi segja ykkur brandara til að létta aðeins yfir þessari færslu en eini sem ég man í augnablikinu er bara aðeins of dónalegur til að flagga svona á blogginu sínu...

 

lifið heil

Brynsla 


Bloggarinn

Brynja
Brynja
23. ára stelpu skjáta í ákafri leit að tilgangi lífsins á hinum ýmsu stöppistöðvum. Leikskólaleiðbeinandi, dóttir, systir, mágkona, vinkona, gítaráhugamanneskja, einnig tónlistar, elska grænan - ekki þó vinstri, elska vorið, sumarið, haustið og svo margt margt fleira.

Nýjustu myndir

  • SUC30004
  • SUC30032
  • SUC30027

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband