14.10.2007 | 14:50
.....
Ég vildi að ég gæti skrifað eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur. Ég bara get það ekki.
FÓLK.
það er til gott fólk og það er til vont fólk, það er til fólk sem maður heldur að sé gott en er síðan vont og svo er til fólk sem er vont en langar að vera gott. Það er til skemmtilegt fólk og leiðinlegt fólk, lítið, mjótt, stórt, feitt, allskonar fólk. Það er til fólk sem er með góða samvisku og svo er líka til fólk sem er algjörlega samviskulaust. Veður yfir allt og alla og segir hluti sem nísta mann inn að beini. Það er til gamalt fólk og ungt fólk, börn, unglingar, ungmenni. Lykilorðið er samt Fólk, ein heild. Svo erum það bara við sem skilgreinum þau enn frekar. Fattiði hvað ég er að fara með þetta.. nei hélt ekki.
Stundum vildi ég að ég gæti verið svona fólk sem er alveg sama, pælir ekki í hlutunum gerir bara hina og þessa vitleysuna og hefur síðan engar áhyggjur af því meira. En stundum þakka ég fyrir að vera ekki eins og það fólk.
Stundum vildi ég að það fylgdi leiðarvísir með fólki sem sýndi líka kosti og galla og þá gæti maður bara ákveðið hvort maður vildi eiga samskipti við það fólk eða ekki. Það myndi leysa margan vandann og lækna mörg sár. En stundum vildi ég það ekki því þá lærði maður aldrei og þá kæmi manni aldrei neitt á óvart, bæði skemmtilega og leiðinlega á óvart.
ég hef lært það að þegar eitthvað gerist sem er ömurlegt, leiðinlegt og sárt, þá er það svo oft sem eitthvað fallegt, yndislegt, gott fylgir í kjölfarið. Eina sem þarf er bara að vona.
Sumt fólk veldur manni vonbrigðum og aðrir fylla mann af von. Það er líka gott að fyrirgefa, jafnvel þótt maður kjósi að halda vissum persónum í fjarlægð þá er gott að fyrirgefa.
Bloggvinir
Fólk
Litlu Rassgötin
- Svala Albertsdóttir
- Prinsinn hennar Ernu
- Ólafur Kristinn Sveinsson
- Alex Máni & Victor Örn
- Arnar Kári Erlendsson
- Bumbukrútt Önnu & Kidda
- Eiríkur Þór Jónsson
- Embla Ray & Ellert Clark Wright
- Eyþór Orri & Óðinn Freyr
- Fannar Ingi Sigmarsson
- Friðrika Bóel
- Ísafold Kelley
- Olga María Valdimarsdóttir
V.I.P
- Anna Lára
- Árgangur 1984 í Borgarhólsskóla
- Ása Birna
- Ástan
- Berglind B
- Birna
- Edda Lóa
- Elín Auður
- Erla
- Eva
- Eygló
- Freyja
- Gugga
- Gunna
- Gunnhildur
- Haffi
- Halldóra
- Heiðdís
- Herdís
- Hildur
- Hrönnsla
- Huld Hafliða
- Kata Ingólfs
- Kiddý Hörn
- Lilja Hrund
- Magga
- Sigga & Begga Hauksdætur
- Sigrún Lára
- Sigurbjörg Hallgríms
- Solla
- Sólveig
- Svenni
- Tinna
- Þórdís Edda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vildi bara óska þér til hamingju með afmælið :)
gunna (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:05
Hæ Brynja :)
Þetta er vel skrifað hjá þér.. er ótrúlega sammála. Ég held líka að tilgangurinn sé að læra af fólkinu í kringum okkur. Ég trúi því líka að við getum ekki orðið það sem við viljum vera fyrr en við höfum verið það sem við viljum ekki vera. Skilurðu? Held við verðum að fá að brenna okkur til að geta þroskast..
Það er mín skoðun. Ég þarf að fá að gera vitleysu til að finna það að ég vil ekki gera þessa vitleysu. Við lærum svo mikið í gegnum upplifun.
Annars ætlaði ég alltaf að óska þér til hamingju með söngnámið! Þú átt eftir að taka það með trompi :)
Huld (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:28
Til hamingju með afmælið elsku Brynja mín! Njóttu dagsins í botn. Og til hamingju með að vera komin inn í skólann í DK, veit þú átt eftir að rúlla þessu upp
Bestu kveðjur úr sveitinni og kossar og knús frá gormunum
Kv. Freyja
Freyja (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:03
Til hamingju með afmælið Brynja mín :) hafðu það gott
Birna B (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.