Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Stjörnuspá vikunnar

...Áhyggjur þínar eru óþarfar. Stutt er í frábærar

breytingar og þú munt standa á spennandi tímamótum.

Það er eins og staða þín styrkist á allan hátt og

þú nærð langþráðu markmiði...

 

 

.. mikið asskoti er gott að heyra það !


,,ég vissi það, made in heaven!"

Talandi um leimheit..!!

 í dag er ógeðslega kalt, snjórinn kom bara allt í einu, kom heim úr vinnu, fór út aftur um hálf 9  og þá var bara kominn fullt af snjó og bílarnir bara eins og beljur á svelli... ég er reyndar komin á nagla en það virtist bara ekki ver að gera mikið gagn... var svo farin að sjá fyrir mér stórslys þegar ég mætti bílunum sikksakkandi um götuna...

Talandi um bíla, gleymi því aldrei þegar ég var að keyra fyrir eina vinkonu mína sem var að fá sér í glas, svo þegar ég vildi fara heim sagði hún við mig að fara bara heim og hún skyldi keyra heim til sín, taka það fram að hún var á sneplunum. Löggan var búin að vera á rúntinum og ég spurði hana hvað hún ætlaði að gera ef hún mætti löggunni.. hún sagði það nú vera einfalt, hún myndi bara beygja sig niður... jájá það er náttúrulega EKKERT grunsamlegt. ;)

 Bara nokkrir dagar í árshátíð það verður sko bara gaman.

Helgin var róleg að mestu samt alveg yndisleg ;)

Er ekkert búin að heyra frá skólanum, hann byrjar 4. feb þannig að ég ætla að vinna út jan enda veitir manni ekki af aurunum.

mig er farið að langa að gera e-r prakkarastrik... er einhver með í eitthvað svoleiðis.. ??? Eins og þegar ég hringdi út um allt að selja jólatré, sagðist vera með blágreni, furu, mígreni... hah verst að engum fannst það fyndið nema mér... enda er ég svoldið tæp með húmorinn... ég trúi ekki einu sinni að ég sé að segja ykkur þetta...

Sé ykkur, elsk ykkur og þrá ykkur.

 

 


in the town where i was born...

eigum við að ræða þetta eitthvað???

 Heyrðu brjálað mikið að frétta bara svo mikið að ég hef engan tíma til að skrifa það. Er að fara suður fyrstu helgina í nóv og fara á árshátíð á Hilton og eyða nóttinni þar líka.. einhver með??  Hlakka sega mega drive mikið til.

ég er búin að vera með kjánastæla í dag, svo er ég búin að vera ógeðslega utan við mig. Var með morgunmatinn í vinnunni í dag og ég var búin að hella cheerios fyrir einn drenginn í skál og hann sagði nei ég vil frekar hafragraut og ég bara jájá, tók annan disk og hellti aftur cheerios í skálina hans, hann horfði síðan bara á mig með þvílíkum vorkunnarsvip haha  Síðan var ég að spila á gítarinn fyrir drengina mína, hann er síðan geymdur uppá svona statífi upp á vegg en þegar ég var að fara að skila honum ætlaði ég að troða honum ofaní skúffu haha... síðan stóð ég sjálfa mig að því að stoppa á grænu ljósi um daginn og þegar ég loksins fattaði það þá breyttust ljósin í rautt..

 Ég mæli ekki með því að vera símavinur minn ég er búin að hringja í símavin minn svona að meðaltali 7-8 sinnum á dag og ég hef ekki tölu á smsunum. Samt er ég alltaf innistæðulaus, ég er að missa mig í símagelgjunni.

meðmæli dagsins: ullarsokkar

lag dagsins: headonism með skunk anansie

skap dagsins: púkaskap

orð dagsins: plebbi

 

 


.....

Ég vildi að ég gæti skrifað eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur. Ég bara get það ekki.

FÓLK.

það er til gott fólk og það er til vont fólk, það er til fólk sem maður heldur að sé gott en er síðan vont og svo er til fólk sem er vont en langar að vera gott. Það er til skemmtilegt fólk og leiðinlegt fólk, lítið, mjótt, stórt, feitt, allskonar fólk. Það er til fólk sem er með góða samvisku og svo er líka til fólk sem er algjörlega samviskulaust. Veður yfir allt og alla og segir hluti sem nísta mann inn að beini. Það er til gamalt fólk og ungt fólk, börn, unglingar, ungmenni. Lykilorðið er samt Fólk, ein heild. Svo erum það bara við sem skilgreinum þau enn frekar. Fattiði hvað ég er að fara með þetta.. nei hélt ekki.

Stundum vildi ég að ég gæti verið svona fólk sem er alveg sama, pælir ekki í hlutunum gerir bara hina og þessa vitleysuna og hefur síðan engar áhyggjur af því meira. En stundum þakka ég fyrir að vera ekki eins og það fólk.

Stundum vildi ég að það fylgdi leiðarvísir með fólki sem sýndi líka kosti og galla og þá gæti maður bara ákveðið hvort maður vildi eiga samskipti við það fólk eða ekki. Það myndi leysa margan vandann og lækna mörg sár. En stundum vildi ég það ekki því þá lærði maður aldrei og þá kæmi manni aldrei neitt á óvart, bæði skemmtilega og leiðinlega á óvart.

 ég hef lært það að þegar eitthvað gerist sem er ömurlegt, leiðinlegt og sárt, þá er það svo oft sem eitthvað fallegt, yndislegt, gott fylgir í kjölfarið. Eina sem þarf er bara að vona.

Sumt fólk veldur manni vonbrigðum og aðrir fylla mann af von. Það er líka gott að fyrirgefa, jafnvel þótt maður kjósi að halda vissum persónum í fjarlægð þá er gott að fyrirgefa.


Bloggarinn

Brynja
Brynja
23. ára stelpu skjáta í ákafri leit að tilgangi lífsins á hinum ýmsu stöppistöðvum. Leikskólaleiðbeinandi, dóttir, systir, mágkona, vinkona, gítaráhugamanneskja, einnig tónlistar, elska grænan - ekki þó vinstri, elska vorið, sumarið, haustið og svo margt margt fleira.

Nýjustu myndir

  • SUC30004
  • SUC30032
  • SUC30027

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband